IS-EN_Banknoty_i_monety_Islandii.pdf

(1315 KB) Pobierz
Se.larMynt5669
MYNTRIT 3
Opinber gjaldmiðill
á Íslandi
Útgáfa og auðkenni
íslenskra seðla og myntar
The Currency of Iceland
Issues and features
of Icelandic notes and coins
MYNTSAFN
SEÐLABANKA OG ÞJÓÐMINJASAFNS
Reykjavík 2002
153835400.002.png
NUMISMATIC COLLECTION
of The Central Bank
and National Museum of Iceland
Einholti 4
105 Reykjavík
1. útg. 1997 / 1st ed. 1997
2. útg. 2002 / 2nd ed. 2002
ISBN 9979-9007-7-6
153835400.003.png
S eðlabanki Íslands hefur nú um rúmlega þrjátíu og fimm ára
skeið haft á sinni hendi útgáfu alls opinbers gjaldmiðils hér á
landi, seðla og myntar, fyrst með sérstökum samningi við
Fjármálaráðuneyti árið 1966 og síðan samkvæmt gjaldmiðils-
lögum sem sett voru 1968. Áður hafði einungis útgáfa seðla
verið á höndum bankans, en útgáfa myntar í forsjá ríkissjóðs.
Opinber gjaldmiðill á Íslandi á sér meira en tveggja alda sögu,
og Seðlabankinn telur sér skylt að sinna henni að nokkru marki.
Um langt skeið hafa Seðlabankinn og Þjóðminjasafn Íslands
haft með sér samvinnu um að rækja þá sögu með því að halda
uppi sérstöku safni er sinni varðveislu innlendrar og erlendrar
myntar og sögu íslensks gjaldmiðils. Myntsafninu var komið
upp samkvæmt sérstökum samningi stofnananna sem mennta-
málaráðherra staðfesti í janúar 1985, en samkvæmt honum varð-
veitir Seðlabankinn safnið og annast rekstur þess. Sýningarsalur
safnsins var opnaður 6. desember 1986 og er öllum opinn. Það
er einn þáttur í starfsemi safnsins að gefa út fræðsluefni um
gjaldmiðilssögu, og birtist hér þriðja smáritið af því tagi í
annarri útgáfu. Í því er að finna rækilegri lýsingu á opinberum
gjaldmiðli en áður hefur birst, útgáfu hans og auðkennum ásamt
þeim ákvæðum sem um hann hafa verið sett.
Þess er að vænta að yfirlit af því tagi, sem hér birtist, geti orðið
að gagni þeim sem áhuga hafa á þætti gjaldmiðils í íslenskri
sögu og eins þeim sem leggja stund á söfnun seðla og myntar.
Birgir Ísleifur Gunnarsson
formaður bankastjórnar
Seðlabanka Íslands
153835400.004.png
F or more than thirty five years the Central Bank of Iceland has
been responsible for the issue of all official currency in Iceland,
both banknotes and coinage, at first by a special agreement with
the Ministry of Finance in 1966, and then under the Currency
Act of 1968. Prior to that, the Central Bank was responsible only
for issuing banknotes, while coinage was under the auspices of
the Treasury.
The history of official currency in Iceland spans more than two
hundred years, and the Central Bank feels it has a certain duty
in this respect. For some time, the Central Bank and National
Museum of Iceland have collaborated on cultivating this legacy
by maintaining a special numismatic collection devoted to the
preservation of domestic and foreign coins and notes and the
history of Icelandic currency. The Numismatic Museum was
established under a special agreement between these two bodies,
endorsed by the Minister of Education and Culture in 1985,
whereby the Central Bank is entrusted with its safekeeping and
operation. The Museum exhibition room was opened to the gen-
eral public on December 6, 1986. One area of the museum's
activities is the publication of material on the history of
Icelandic currency, and the present booklet is the third of this
kind and now in its second edition. It contains the most detailed
description of the official currency ever published, covering
issues and distinguishing features as well as relevant legislation.
It is hoped that the information contained in this booklet will be
useful to people who are interested in the role of currency in
Icelandic history, and likewise to international collectors of
coins and banknotes.
Birgir Ísleifur Gunnarsson
Chairman of the Board of Governors,
Central Bank of Iceland
153835400.005.png
Inngangur
Í þessu riti er gerð grein fyrir opinberum gjaldmiðli sem
gefinn hefur verið út á Íslandi og þeim dönskum gjald-
miðli frá fyrri tíð sem búinn var sérstaklega til nota hér
á landi og hlaut um leið löggildingu sem íslenskur gjald-
miðill. Hér er bæði um að ræða seðla og mynt, en mynt
er skipt hér í tvo sjálfstæða flokka, annars vegar gang-
mynt og hins vegar tilefnismynt, þ.e. mynt sem gefin er
út til hátíðabrigða. Á löngum tíma hefur útgáfa opinbers
gjaldmiðils verið á margra höndum, og í umfjöllun um
seðla og gangmynt er gerð grein fyrir hlut hvers út-
gefanda fyrir sig í tímaröð.
Íslenskir seðlar koma talsvert fyrr til sögu en slegin
mynt, og því er fjallað um þá hér á undan myntinni.
Raunar er elsti gjaldmiðill, sem ber nafn Íslands, dansk-
ur peningur sem sleginn var í Konunglegu myntslátt-
unni í Kaupmannahöfn árið 1771 og nefnist pjástur
(piaster). 1 Undir skjaldarmerki á peningnum standa
nöfnin 'Island', 'Grönlan' og 'Ferö'. Nafn Íslands er
einnig að finna á pjástri frá Kóngsbergi sex árum síðar,
1777, nema hvað það er stafað þar 'Islan'. 2 Þessar
áletranir tákna engan veginn að hér sé um að ræða gjald-
miðil er hafi verið lögfestur sérstaklega hér á landi,
heldur eru þær einungis til komnar vegna stöðu Íslands
í ríkinu, enda var pjástur einkum notaður í viðskiptum
Dana í Austurlöndum.
Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst 1778 með
formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla sem voru
búnir íslenskum texta eins og lýst er hér á eftir. Ekki er
talið að þeir hafi verið mikið notaðir hér á landi, enda
var verslun enn í fjötrum einokunar er þeir komu til.
Sennilega hafa landsmenn á þeim tíma fremur treyst af
vana á vöruskipti eða veginn góðmálm, enda reyndust
kúrantseðlarnir ekki trausts verðir til lengdar.
Eftir að danskir ríkisbankaseðlar með íslenskum texta
voru innkallaðir 1820 og allt þar til hinn íslenski lands-
sjóður gaf út fyrstu seðla sína 1886 var ekki um að ræða
neinn gjaldmiðil er auðkenndur væri sérstaklega til nota
hér á landi. Á þeim tíma gekk hér danskur gjaldmiðill,
og opinber ákvæði um hann voru þá að jafnaði birt hér
á landi með lögformlegum hætti. Árið 1836 lét Friðrik
VI gera smámynt í myntsláttunni í Altona, 2, 3 og 4
skildinga, og segir í tilkynningu um þá útgáfu 9. sept.
sama ár að hún sé gerð meðal annars vegna skorts á
skiptimynt á Íslandi. 1 Ekki verður þessi mynt samt talin
hér til íslensks gjaldmiðils, enda ber hún hvorki auð-
kenni sem tengi hana öðru fremur Íslandi né fylgja
henni ákvæði sem gætu treyst þann skilning. 2
Skortur á greiðslumiðli varð tilfinnanlegur um leið og
verslunarfrelsi jókst á 19. öld, og varð þá ljóst að mikið
vantaði á að nægir peningar til viðskipta væru hér í
umferð. Þetta kom meðal annars til kasta alþingis 3 án
þess að bót fengist á ráðin. Minna má hér á tvennt sem
helst varð til að draga úr þessum vanda. Annars vegar
safnaðist landsmönnum nokkurt reiðufé með út-
flutningi lifandi búpenings til Englands, en þessi út-
flutningur var greiddur með sleginni mynt sem gekk
löngum undir nafninu 'sauðagull'. 4 Hins vegar hefur svo
skortur á lausafé stuðlað að því með öðru að kaupmenn
á síðara hluta 19. aldar létu hér í umferð eigin verð-
merki og vörupeninga. 5
1 Lovsamling for Island X, 769-70.
2 Sjá um þetta m.a. klausu í grein eftir Staffan Björkman: Islands mynt 1918-
1959, Nordisk numismatisk Årsskrift 1960, 98-119 (bls. 104).
3 Sjá m.a. bænaskrá Þingvallafundar 1853 til alþingis um að „leggja á
hagkvæm og hentug ráð til þess að nægir peningar geti fengist til brúkunar í
landinu“. Tíðindi frá alþíngi Íslendínga 1853, 60 o. v.
4 Lúðvík Kristjánsson: Úr heimsborg í Grjótaþorp I, Hafnarf. 1962, 81-132
(Forsaga sauðasölunnar til Bretlands). – Sveinbjörn Blöndal: Sauðasalan til
Bretlands, Rv. 1982 (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 8).
5 Otto Blom Carlsen: Islandske Mønttegn, NNUM, 1953, 221-27. – Kristján
Eldjárn: Upphaf vörupeninga á Íslandi, Árbók Fornleifafélagsins 1972, 151-
58. – Anton Holt: Íslenskur einkagjaldmiðill og ýmis greiðsluform, Árbók
Fornleifafélagsins 1988, 199-222.
1 H. H. Schou: Beskrivelse af danske og norske Mønter, Kbh. 1926, 310.
2 Sama rit, 312.
5
153835400.001.png
Zgłoś jeśli naruszono regulamin